Upplýsingar um vörur

Hvaðan verða vörurnar búnar til?

BamBam House kemur til með að selja önnur vörumerki ásamt því að vera með eigið vörumerki. Allar vörur sem verða framleiddar undir BamBam House verða framleiddar í UK, Íslandi, Kína og Portúgal. Uppfært: 19.nóvember 2025

Hvað mun BamBam House selja?

Fyrstu vörur sem BamBam House framleiðir undir eigin vörumerki verða vörur tengdu hári. Coming soon 2025

Hvaða vörumerki verða seld á BamBam House?

Við erum virkilega spennt að fá að velja þau vörumerki sem að við teljum passa við vefversluna BamBam House. Okkar markmið er að selja vörur/vörumerki sem að tengjast hári & að eiga kósí stundir.

Upplýsingar um sendingarleiðir

Sendir BamBam House erlendis?

Eins og er mun BamBam House einblýna á íslenskan markað og því munum við senda um land allt með Dropp.

Hvað tekur langan tíma að fá pöntun?

Allar pantanir eru afgreiddar samdægurs ef pantað er fyrir kl. 10.00 alla virka daga. ATH: Gildir ekki um sérmerktar vörur.

Eftir það tekur Dropp við og þeir gefa sér 1-2 virka daga að afhenda vörur á Dropp stað eða í heimsendingu.

Hvernig skila ég eða skipti vöru?

Öll skil & skipti fara fram með því að senda pöntunarnúmer og hvort þú viljir skipta eða skila á hello@bambamhouse.is. 

1. Sendu okkur tölvupóst á hello@bambamhouse.is með pöntunarnúmerinu þínu og láttu okkur vita hvort þú viljir skila eða skipta. 
2. Viljir þú skipta vöru endilega hafðu með hvaða vöru þú vilt skipta í. Við sendum þér síðan frekari upplýsingar í tölvupósti. 
3. Viljir þú skila vöru þá færðu að velja um að fá endurgreitt, nýja vöru í staðin eða inneign.

Athuga áður en þú skilar eða skiptir vöru þarf varan að vera íupprunalegum umbúðum og ónotuð. Þú hefur30 dagaað skila eða skipta vöru frá því að varan er keypt nema um annað hafi verið auglýst.

Hvað tekur langan tíma að fá endurgreitt?

Við gefum okkur 1-3 virka daga að framkvæma endurgreiðslu eftir að við höfum móttekið vöruna til okkar.